laugardagur, mars 04, 2006

Good Times

Eitthvaًð til aًð missa vatniًð yfir
Já kanski kominn tími til að blogga, svona fyrst að mar er jú á lífi...
Mikið búið að ganga á hér í Glasgow síðann síðast, Kamp Knox (annað nafn yfir óheppnasta band í bransanum) kom yfir, vængbrotin þó þar sem einn meðlimur komst ekki því miður.
Við æfðum í 6 tíma á föstudeginum og uppskárum blöðrur og eitt nýtt lag, virkilega gaman. Svo var bara tekið því rólega, étið og svona... á laugardeginum áttum við bókað gigg á stað hér og æfðum í 3 tíma þetta líka rosalega program, lögin öll tekin í gegn og rokkuð upp og mikið stuð sett í græurnar. Nú svo þegar við vorum að pakka saman og tilbúnir í lætin, þá fékk ég sms um að hljóðkerfið á staðnum hefði brætt úr sér og öllum tónleikum aflíst!! jamm svona gengur það.. enn við ákváðum að slá þessu upp í kæruleisi og duttum í það... jamm good times... svo var það sunnudagurinn... við áttum bókað gigg á stað sem heitir The Goat.. nú við töltum þangað með græurnar, þegar við komum inn og hentum inn mögnurunum sem við höfðum leigt varð hljóðmaðurinn gráhærður á núlleinni og tilkynnti okkur þetta ætti að vera órafmagnað gigg... hmm... jæja við náðum að semja við hann að hafa þetta svona semi-accustic og róuðum hann niður með því að lýsa því að við ætluðum bara að taka svona rólegheitar chill out gigg. Nú svo stígum við á svið og í fyrsta laginu, í miðri setningu hjá Jóa deyr mækinn hans... og ég kláraði línunna, svo slitnaði bassaólin mín,, sem er með lás ... á ekki að vera hægt!!! enn við héldum bara haus og spiluðum áfram, enda að verða orðin öllu vön!! Nú í salnum voru víst meðlimir Belle and Sebastian og skemmtu sér vel... sem er jákvætt. Jæja svo fórum við upp í SAE og tókum upp eitt lag, til að gera lengri sögu styttri þá bilaði talkbackið í studioinu á yfirnáttúrulegan hátt... greinilega hefur studioið áttað sig á því að óheppnasta bandið var mætt og ákveðið að leggja sitt af mörkum í þá hrakfallasögu... enn Lagið kláraðist og er auðvitað hrein snilld eins og allt sem við gerum hehe... Þetta er ekki allt... enn ég bara hreinlega nenni ekki að tala um allt sem gekk á afturfótunum hjá okkur, enda var þessi helgi/vika alveg sérlega skemmtileg.
Af mér er svo að frétta að við erum komin í fyrsta stúdioið og nú er gaman... próf framundan og svona mikil vinna í þessu og svo þarf mar náttúrulega að skrá sig inn á næturklúbbana endrum og sinnum.
Meira síðar
gleðigleði
tsjá

maximilius